Dýrt spaug að mæta of seint á blaðamannafund

Sam Michael einbeittur við stjórnvöl Williamsliðsins.
Sam Michael einbeittur við stjórnvöl Williamsliðsins. mbl.is/williamsf1

Tæknistjóri Williamsliðsins, Sam Michael, fær líklega ekki bónus þótt Nico Rosberg gangi vel í kappakstri morgundagsins eftir góða frammistöðu í tímatökunum í dag.

Michael mætti nefnilega of seint á blaðamannafund Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) í Montreal í gær. Óstundvísi á ekki upp á pallborðið hjá FIA því það hefur gert honum að borga 5.000 evru sekt fyrir skeytingarleysið.

Michael kom sjö mínútum of seint til fundarins. Það vann gegn honum, að FIA hafði daginn áður gefið út aðvörun til liðsstjóra og áminnt liðin um stundvísi, eftir að Ralf Schumacher og Alexander Wurz mættu of seint til annars blaðamannafundar FIA.

Í yfirlýsingu FIA um trassaskap ökuþóranna tveggja sagði að þeir hefðu ekki aðeins brotið gegn keppnisreglum formúlunnar, heldur væri óstundvísi einnig ókurteisi gagnvart viðstöddum blaðamönnum.

Rosberg í tímatökunum í Montreal en þar stóð hann sig …
Rosberg í tímatökunum í Montreal en þar stóð hann sig vel. williamsf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert