Schumacher sagður snúa aftur og hafa prufukeyrt á laun

Schumacher tjáir sig á stjórnborði Ferrari í Montreal.
Schumacher tjáir sig á stjórnborði Ferrari í Montreal. ap

Fróðir menn um formúlu-1 segja mikinn mun á McLaren og Ferrari í bandaríska kappakstrinum staðfesta hversu ítalska liðið saknar nú krafta Michaels Schumacher. Því er haldið fram að hann sé að snúa aftur sem tilraunaþór og hafi jafnvel þegar prufukeyrt á laun.

Ferrari hefur verið drottnað í Indianapolis öll undanfarin ár en dæmið hefur snúist við og voru bílar liðsins silfurörvum McLaren langt að baki. Þá komst Kimi Räikkönen ekki fram úr landa sínum Heikki Kovalainen fyrr en í þjónustustoppum eftir að hafa tapað sæti sínu til hans í keppninni inn að fyrstu beygju eftir ræsingu.

Niki Lauda, fyrrverandi heimsmeistari, sagði augljóst að Ferrari vantaði nú Schumacher og þá nákvæmni hans við bílprófanir sem þokað hefði liðinu fram á við undanfarin ár.

Útbreiddasta blað Þýskalands sagði í stórri fyrirsögn eftir kappakstur helgarinnar að Ferrari ætti í krísu.

Annar þýskur miðill, akstursíþróttaritið Auto-Bild-Motorsport, sagði að svo gæti farið að Schumacher sneri senn aftur til starfa hjá Ferrari sem tilraunaþór.

Það hefur hann reyndar þegar gert, samkvæmt ítalska blaðinu IL Secolo XIX. Það segir hann hafa tekið þátt í leynilegum bílprófunum fyrir Ferrari. Schumacher tók þátt í störfum Ferrariliðsins í Barcelona, Mónakó og Montreal. Um síðustu helgi kaus hann frekar að spila fótbolta í Austurríki. Var hann í essinu sínu og skoraði þrjú mörk í leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert