Mistök vegna dekkjareglu bitnuðu á Ferrari í Fuji

Räikkönen segir brautarsýn enga hafa verið í Fuji. Hér er …
Räikkönen segir brautarsýn enga hafa verið í Fuji. Hér er hann á undan Massa. ap

Kimi Räikkönen sagði eftir kappaksturinn í Fuji að Ferrariliðið hefði enga viðvörun fengið um að full regndekk yrðu að vera undir bílum liðsins í upphafi keppni. Hófu þeir Felipe Massa keppni á millidekkjum en þeir neyddust til að koma fljótt inn í bílskúr og fá regndekk undir bílana.

Vegna þessa féllu þeir úr þriðja og fjórða sæti í þau tvö neðstu þar sem fyrstu 19 hringirnir voru eknir á eftir öryggisbíl.

Räikkönen varð á endanum þriðji og sagði að aukastoppið hefði reynst dýrkeypt. Kannski þó ekki mikið, sagði hann, en að sögn Räikkönen voru aðstæður til keppni mjög erfiðar og hann kvaðst eiginlega aldrei hafa sé neitt fyrir rigningu og bleytustrókum.

„Eftir kappaksturinn heyrði ég að beitt var reglum sem neyða alla til að hefja keppnina á fullum regndekkjum en fulltrúar FIA eða keppnisstjórnin gleymdi að láta okkur vita. Þess vegna neyddumst við til að fara inn að bílskúr meðan öryggisbíllinn.

„Ég sá aldrei neitt. Reyndi að taka fram úr Heikki [Kovalainen]. Komst í raun fram fyrir en fór of hratt svo hann endurheimti sætið aftur. Mesta vandamálið var að sjá brautina og hina bílana. Við fórum þó ekki tómhentir heim.

Ég skautaði útaf nokkrum sinnum en komst alltaf aftur inná. Bíllinn var settur upp fyrir þurrviðriskeppni svo hann var ekki sem bestur í bleytunni. Það er miklu auðveldara að aka ef maður er fremstur. Við hefðum getað ekið hraðar en töpuðum aftur stigum gagnvart Lewis [Hamilton] en gátum ekki mikið gert vegna fyrsta stoppsins,“ sagði Räikkönen.

Massa úr leik í titilkeppninni

Hann er nú, þegar tvö mót eru eftir, 17 stigum á eftir Hamilton í keppninni um titil ökuþóra.

Talsmaður Ferrari staðfesti að tölvupóstur með fyrirmælum eftirlitsmanna kappakstursins hefði ekki borist liðinu fyrr en eftir að keppni var hafin. Fljótlega hafi Ferrari verið tjáð í talstöðinni, að Räikkönen og Massa yrðu reknir úr kappakstrinum skiptu þeir ekki yfir á full regndekk.

Massa varð á endanum í sjötta sæti og er úr leik í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra.

Ákvörðun seint á ferðinni

Verkfræðistjóri Renault, Pat Symonds, sagðist hafa verið undrandi á dekkjareglunni sem fulltrúar Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), eftirlitsmenn kappakstursins, hefðu gripið til. Hefðu liðin fyrst verið látin vita af henni þegar þau voru búin að ákveða keppnisáætlun sína og tankað bílana í samræmi við það.

„Þetta er nokkuð undarlegt því eftir klukkan 12 mega menn ekki breyta bensínhleðslunni. Kappaksturinn hófst eftir 12 og tilkynningin barst klukkan 12:15,“ sagði Symonds.

Massa tekur af stað eftir að hafa snarsnúist á brautinni …
Massa tekur af stað eftir að hafa snarsnúist á brautinni í Fuji. ap
Þjónustusveit Ferrari hafði nóg að gera í Fuji vegna aukastoppa …
Þjónustusveit Ferrari hafði nóg að gera í Fuji vegna aukastoppa ökuþóranna. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert