Alonso í sæluvímu yfir óvæntum úrslitum

Alonso bugtaði sig og hneygði fyrir áhorfendum eftir tímatökurnar í …
Alonso bugtaði sig og hneygði fyrir áhorfendum eftir tímatökurnar í Barcelona. ap

Fernando Alonso sagðist vera glaðari en orð fengju lýst eftir óvænta frammistöðu í tímatökunum í Barcelona. Kom Renault mjög á óvart en Alonso varð annar og liðsfélagi hans Nelson Piquet komst einnig í lokalotuna, í fyrsta sinn á árinu.

Alonso sat í lokin á ráspól og aðeins Kimi Räikkönen á Ferrari eftir í brautinni. Tókst Ferrariþórnum að næla í pólinn, sinn fyrsta á árinu, en var innan við tíundu úr sekúndu fljótari í förum.

Renaultinn skorti hraða í fyrstu mótum en frá síðasta móti hafa verið gerðar miklar endurbætur á bílnum sem greinilega hafa skilað árangri. Voru Alonso og Piquet í keppni um efstu sæti tímatökunnar í allar loturnar þrjár og því mun samkeppnisfærari nú en til þessa.

Alonso sagðist eftir tímatökurnar ekki hafa átt von á því að vera jafn öflugur og raun ber vitni, jafnvel ekki síðar á keppnistímabilinu.

„Ég býst við að þetta hafi verið mjög spennandi þegar ég ók yfir endamarkið. Ég vissi að tíminn var góður og bara Kimi eftir - áttaði mig á því er ég lauk hringnum að ég væri alla vega á fremstu rásröð.  Við slíku bjuggumst við alls ekki, hvorki í þessu móti og jafnvel ekki á öllu árinu. Ég get því ekki verið ánægðari en ég er einmitt núna,“ sagði Alonso.

Hann vann Spánarkappaksturinn fyrir tveimur árum, á Renaultbíl. Hann segir að liðinu hafi tekið stórt framfaraskref frá í síðasta móti. „Bíllinn virkar betur, ég er ánægður með hann og við höfum tvímælalaust stigið  skref fram á við.  Honum hefur farið stórlega fram.

Við verðum að bíða og sjá hvað við getum í kappakstrinum. Annað sætið í dag er meira en við áttum von á alla helgina,“ sagði Alonso.

Hann sagði það vera einkar góða tilfinningu  að sjá allt erfiði vetrarins og síðustu vikna skila árangri. „Ótrúlegt, það er ólýsanlegt og eiginlega ekki til orð yfir það því liðið hefur lagt gríðarlega á sig til að bæta bílinn. Við munum halda því starfi áfram, við munum ekki una okkur hvíldar. Við ráðgerum frekari og djarfar endurbætur á bílnum fyrir næstu mót. Bætum við okkur skref fyrir skref verð ég ánægður og bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Alonso nær svífandi í sæluvímu eftir tímatökurnar í dag.

Alonso þakkar áhorfendum stuðninginn..
Alonso þakkar áhorfendum stuðninginn.. ap
Renaultinn er orðinn mun öflugri, en hér er Alonso á …
Renaultinn er orðinn mun öflugri, en hér er Alonso á ferðinni í Barcelona. reuters
Nelson Piquet fljótur í förum á Renault.
Nelson Piquet fljótur í förum á Renault. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert