Alonso sagður hafa samið á laun við Ferrari

Alonso er ítrekað bendlaðir við Ferrari.
Alonso er ítrekað bendlaðir við Ferrari. ap

Eina ferðina enn eru á sveimi í netheimum fregnir þess efnis að Fernando Alonso hafi samið við Ferrari um að keppa fyrir liðið frá og með árinu 2011. Að baki fréttinni stendur ítalska íþróttadagblaðið La Gazzetta dello Sport.

Hvorki Ferrari né Alonso hafa viljað staðfesta sannleiksgildi fregnarinnar en umboðsmaður Alonso,  Luis Garcia Abad, segir það enga launung að skjólstæðingur sinn hafi áhuga á að keppa fyrir Ferrari. Hann segir of mikið sagt að samkomulag um slíkt sé í höfn.

„Það er langt til ársins 2011, alltof snemmt að tala um það. Formúlan er að ganga í gegnum mikið erfiðleikatímabil vegna efnahagskreppu og því hugsa menn ekki svo langt,“ sagði Abad við spænsku fréttastofuna EFE í dag.

Samkvæmt fregnunum er Alonso sagður hafa gert leynilegt samkomulag um að keppa fyrir Ferrari í fjögur ár, frá og með 2011. Að sögn La Gazzetta dello Sport gæti hann allt eins komið fyrr til liðs við Ferrari, jafnvel áður en árið 2010 rennur upp. Það sé undir því komið að Kimi Räikkönen eigi annað hörmungaár í röð á næstu vertíð.

Alonso hefur margsinnis verið bendlaður við Ferrari og um tíma í sumar var efast um að Räikkönen hefði áhuga til að halda áfram keppni. Átti hann miklu mótlæti að fagna á seinni helmingi vertíðarinnar. Það breyttist er hann ákvað að nýta ákveæði í samningi til að keppa út 2010 fyrir Ferrari. Eftir það framlengdi Alonso sömuleiðis samning sinn við Renault út sama ár.


Alonso keppir fyrir Renault út 2010.
Alonso keppir fyrir Renault út 2010. ap
Alonso hefur framlengt samning sinn við Renault til tveggja ára.
Alonso hefur framlengt samning sinn við Renault til tveggja ára. mbl.is/renaultf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert