Massa útilokar ekki að snúa aftur til Sauber

Felipe Massa útilokar ekki þann möguleika að snúa aftur til Sauberliðsins á næsta ári fái hann samning sinn við Ferrari ekki framlengdan. Þar hóf hann keppnisferilinn í formúlu-1 árið 2002 og sneri síðan aftur 2004 og 2005 eftir eins árs veru hjá Ferrari sem reynsluökumaður.

Massa var síðan ráðinn sem keppnisþór Ferrari 2006 og nú gengur sú saga að tjaldabaki að hann fái ekki endurráðningu og við starfi hans muni taka ökuþór sem var í læri hjá Ferrari,  Sergio Perez, núverandi keppandi Sauber.

Við brottför mexíkóska ökumannsins myndi opnast pláss hjá Sauber sem hefur lengi átt söguleg tengsl við Ferrari. Þaðan fær Sauber til að mynda vélar, gírkassa og KERS-búnað í keppnisbíla sína.

Fernando Alonso skýrði frá því í fyrradag, að hann myndi hafa um það að segja hvort  haldið verði í Massa eða ekki á næsta ári.

Fernando er mjög hátt skrifaður hjá Ferrari vegna árangurs hans og því er eðlilegt að hann eigi aðild að ákvörðun um ökumenn,“ segir Massa í brasilíska blaðinu O Estado de S.Paulo.

„Samband okkar er með ágætum, ég veit hann stendur með mér en það sem skiptir þó mestu máli fyrir mig er árangur minn. Á grundvelli hans mun Ferrari annað hvort halda í mig eða ég verð að ráða mig annað“

Hann neitaði að svara spurningum hvort hann hafi verið í sambandið við önnur lið og þá sérstaklega McLaren, sem enn á eftir að ákveða hvort samningur Lewis Hamilton verði endurnýjaður. „Besti valkostsur minn nú er að ná góðum árangri,“ svaraði Massa.

Hann sagði nýverið að hann myndi frekar taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur en ráða sig til „smáliðs0147 á næsta ári. Spurður í Valencia hvort Sauber væri smálið svaraði Massa: „meðalstórt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert