Rosberg rétt á undan Räikkönen

Rosberg í Barcelona í dag.
Rosberg í Barcelona í dag. mbl.is/afp

Nico Rosberg hjá Mercedes ók hraðast á fyrsta degi annarrar bílprófanalotu vetrarins sem hófst í Barcelona í dag. Næsthraðast ók Kimi Räikkönen á Lotus og þriðja besta hringinn átti Fernando Alonso.

Aðeins munaði sjö þúsundustu á tímum Rosbergs og Räikkönens. Til samans óku þeir minna en Alonso sem lagði að baki 110 hringi og sagði Ferrarifákinn í ár í allt annarri veröld en 2012-bílinn á sama tíma í fyrra.

Ekki munaði nema 13 þúsundustu á tímum Alonsos og Sebastians Vettels hjá Red Bull sem átti fjórða besta hring þegar upp var staðið.

Aðrir ökumenn við störf í Barcelona í dag voru Pastor Maldonado hjá Williams, Daniel Ricciardo hjá Scuderia Toro Rosso, Sergio Perez hjá McLaren, Paul di Resta hjá Force India, Esteban Gutiérrez hjá Sauber, Max Chilton hjá Marussia og Charles Pic hjá Caterham.

Vettel ók fyrir Red Bull á fyrsta degi í Barcelona.
Vettel ók fyrir Red Bull á fyrsta degi í Barcelona. mbl.is/afp
Alonso stillti sér upp við Ferrarifákinn við upphaf æfingarinnar í …
Alonso stillti sér upp við Ferrarifákinn við upphaf æfingarinnar í dag, hans fyrstu á árinu. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert