Malbik í stað malar við Parabolica

Keppni margra hefur lokið í malargryfjunni í Parabolica sem nú …
Keppni margra hefur lokið í malargryfjunni í Parabolica sem nú hefur verið malbikuð.

Breyting hefur verið gerð við eina af þekktari beygjum formúlubrauta, Paraabolicabeygjunni í Monza.

Malargryfjan handan beygjunnar hefur margur ökumaðurinn óttast því hafi menn skrensað út úr beygjunni var keppninni lokið; bílar eða mótorhjól áttu ekki afturkvæmt úr henni.

Parabolica er hálfhringur er myndar lokabeygja hringsins í Monza. Að henni koma bílarnir á allt að 320 km/klst hraða og skera síðan innrri brún hennar í henni miðri á um 160 km. Hefur þá engu mátt muna í hraða og stýringu ef ekki átti illa að fara.  

Nú hefur allri spennu og dulúð hennar verið breytt því malargryfjan var þakin malbiki í sumar. Við hefur sem sagt tekið þægilegt afrennslissvæði í stað ógnvekjandi malarinnar.

Það mun hafa verið til að laða HM á mótorhjólum aftur til brautarinnar sem ákveðið var að malbila beygjuna alræmdu sem tæpast stendur undir því nafni lengur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert