Verstappen keppir fyrir Toro Rosso 2015

Hinn 16 ára gamli Max Verstappen þiggur ráð frá föður …
Hinn 16 ára gamli Max Verstappen þiggur ráð frá föður sínum Jos sem á sínum tíma keppti í formúlu-1. mbl.is/afp

Max Verstappen verður yngsti ökumaður sögunnar til að keppa í formúlu-1 en Toro Rosso hefur ráðið hann sem keppnismann á næsta ári.

Verstappen hinn hollenski verður nýskriðinn 17 ára þegar hann þreytir frumraun sína í formúlu-1 á næsta ári. Hann er sonur Jos Verstappen sem á sínum tíma keppti í íþróttinni.

Hann mun keppa við hlið Rússans Daniil Kvyat sem með öðrum orðum þýðir að franski ökumaðurinn stígur upp úr keppnisbíl Toro Rosso hinsta sinni við vertíðarlok í nóvember nk.

Verstappen er sem stendur keppandi í hinni evrópsku formúlu-3 og er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna með átta sigra undir belti. Í fyrra keppti hann á körtum svo frami hans rís skjótt.

Í vertíðarbyrjun 2015 verður hann næstum tveimur árum yngri en yngsti ökumaður sögunnar til þessa, Spánverjinn Jaime Alguersuari.

Hinn 16 ára Max Verstappen fagnar einum af átta sigrum …
Hinn 16 ára Max Verstappen fagnar einum af átta sigrum sínum í formúlu-3 í sumar. mbl.is/afp
Max Verstappen á ferð á formúlu-3 bíl í Zandvoort í …
Max Verstappen á ferð á formúlu-3 bíl í Zandvoort í Hollandi í sumar. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert