Bottas og Massa áfram hjá Williams

Valtteri Bottas gengur sigri hrósandi inn á verðlaunapallinn í belgíska …
Valtteri Bottas gengur sigri hrósandi inn á verðlaunapallinn í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps. mbl.is/afp

Rob Smedley, yfirverkfræðingur Williamsliðsins, segir að enska liðið stefni að því að halda í báða núverandi ökumenn fyrir næsta ár.

Smedley segir liðið ánægt með framlag Felipe Massa og Valtteri Bottas en sín á milli hafa þeir fært liðinu einn ráspól á árinu og fjögur pallsæti. Smedley segir ástæðulaust að skipta þeim út fyrir árið 2015.

„Ég yrði sérdeilis ánægður að sjá þá áfram í sæti hjá Williams 2015 og það er planið af hálfu liðsins, segir Smedley við formúluvefinn Crash.net.



Felipe Massa á ferð á Williamsbíl í belgíska kappakstrinum í …
Felipe Massa á ferð á Williamsbíl í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps. mbl.is/afp
Valtteri Bottas ábúðarfullur á blaðamannafundi.
Valtteri Bottas ábúðarfullur á blaðamannafundi. mbl.is/afp
Felipe Massa ræðir við tæknimann hjá Williams milli aksturslota í …
Felipe Massa ræðir við tæknimann hjá Williams milli aksturslota í Spa-Francorchamps. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert