Alonso „veit hvað bíður“

Vel fór á með Sebastian Vettel (t.v.) og Fernando Alonso …
Vel fór á með Sebastian Vettel (t.v.) og Fernando Alonso á blaðamannafundi í Sjotsí. mbl.is/afp

Fernando Alonso segir að framtíðaráform sín muni „þykja augljós“ þegar tilkynnt verður um þau í fyllingu tímans.

Sú tilkynning Red Bull að Sebastian Vettel muni yfirgefa liðið í vertíðarlok hratt af stað vangaveltum þess efnis að hann myndi leysa Alonso af hjá Ferrari.

Sjálfur hefur Alonso sagt að þeir sem vilja vita hvar hann verði á næsta ári þurfi að sýna þolinmæði og  smá biðlund.

„Auðvitað get ég ekki skýrt frá neinu fyrr en allt er naglfast,“ segir Alonso. „Það er gott og ég mun gera það besta fyrir bæði mig og Ferrari líka því að það er liðið sem ég elska,“ bætir hann við.

Og hann hélt áfram: „Þegar þið komist að því munið þið segja að það „hafi verið svo augljóst að ég gerði það“. Alonso sagði að hann hafi afgreitt það við sjálfan sig fyrir nokkrum mánuðum hvar framtíð hans lægi.

„Við erum að hnýta lausa enda og þetta er ekki stórmál. Í mótunum sem eftir eru mun ég reyna að hámarka uppskeru liðsins. Í Sotsjí náðum við ekki því besta út úr bílnum því stundum höfum við verið í keppni um verðlaunasæti. Það vorum við ekki hér og því verðum við að gera betur næst,“ sagði Alonso.

Í áköfum vangaveltum hvort hann fari til McLaren, Lotus eða taki sér eins árs frí hafa fjölmiðlar ekki minnst á annan valkost; þann að hann verði einfaldlega áfram hjá Ferrari og Kimi Räikkönen fái sparkið ári fyrr en til hefur staðið.

Yfirgefur Fernando Alonso Ferrari fyrr en ti lhefur staðið eða …
Yfirgefur Fernando Alonso Ferrari fyrr en ti lhefur staðið eða verður hann um kyrrt og þá með Sebastian Vettel sem liðsfélaga? mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert