Gutierrez til Ferrari

Mexíkóski ökumaðurinn Esteban Gutierrez á ferð á Sauberbílnum í lokamóti …
Mexíkóski ökumaðurinn Esteban Gutierrez á ferð á Sauberbílnum í lokamóti ársins, í Sao Paulo í Brasilíu. mbl.is/afp

Ferrari hefur ráðið Esteban Gutierrez sem reynslu- og varaökumann fyrir  næsta ár. Hann var keppnisökumaður Sauber í ár og í fyrra.

Sauber ákvað að skipta báðum ökumönnum sínum út þar sem þeim mistókst að afla liðinu stiga á nyliðinni keppnistíð.

Gutierrez mun styðja við keppnisökumenn Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen, og sinna reynsluakstri í bílhermi liðsins.

„Það er mér heiður að verða liðsmaður Ferrarifjölskyldunnar, vera hjá liði með svo stórkostlega sögu. Þetta er upphaf nýrrar vegferðar inn í framtíðina og ég mun leggja mig fram um að gera það sem í mínu valdi stendur til að ná þeim markmiðum sem Ferrari hefur sett sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert