Alsonso hélt hann væri 13 ára

Þyrla með Fernando Alonso innaborðs hefur sig á loft áleiðis …
Þyrla með Fernando Alonso innaborðs hefur sig á loft áleiðis á sjúkrahús í Barcelona. mbl.is/epa

Fernando Alonso missti minnið við óhappið í Barcelonabrautinni fyrir 11 dögum. Er hann kom aftur til meðvitundar hélt hann árið vera 1995.

Frá þessu segir spænska blaðið El Pais en það segir hann hafa haldið sig vera 13 ára þegar hann vaknaði. 

„Ég heiti Fernando, ég keppi á körtum og mig langar að verða formúlu-1 ökumaður,“ segir blaðið hafa verið það fyrsat sem Alonso sagði við lækna er hann komst til meðvitundar.

El Pais segir að það hafi tekið Alonso viku að endurheimta minnið fyrir síðustu 20 árin, þar á meðal byrjun sína í formúlu-1 með Mindardi árið 2001, minninguna heimsmeistaratitlana tvo með Renault og brottförina frá Ferrari til McLaren í vetur.

Af hálfu McLaren hefur því ætíð verið haldið fram, að Alonso hafi verið algjörlega heill heilsu og laus við afleiðingar skellsins harða á öryggisveggnum í Barcelona. Læknar hafa þó lagst gegn keppni hans í  fyrsta móti vertíðarinnar, í Melbourne eftir röska viku, af ótta við afleiðingar annars skell af svipuðu tagi svo stuttu eftir þann fyrri.

Sú staðhæfing hefur komið læknum í opna skjöldu. Við El Pais um það segir sérfræðingur í taugalækningum í Barcelona, Rafael Blesa: „Að skýra fráveru hans með þessari kenningu stenst ekki í þessu dæmi. Þeir [McLaren] halda því að allar skoðanir sýni engin meiðsl, og eiga við að heilinn sé alveg eins og fyrir slysið. Sé svo mun fyrsti skellurinn engin áhrif hafa ef hann yrði fyrir öðrum skelli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert