Räikkönen býst við „refsingu“

Kimi Räikkönen leggur af stað í tímatilraun í Mónakó í …
Kimi Räikkönen leggur af stað í tímatilraun í Mónakó í dag. mbl.is/afp

Kimi Räikkönen segist búast við því að þurfa „gjalda stórt“ fyrir að verða í aðeins sjötta sæti í tímatökunni í Mónakó.

Räikkönen, sem ók á vegg á lokaæfingunni og missti mikinn æfingatíma, hefur keppni á eftir báðum ökumönnum Red Bull.

Lét Räikkönen lítt til sín taka í lokalotunni og kenndi umferð í brautinni um.

„Bíllinn hafði virkað mjög vel ef undan er skilið að erfitt var að koma hita í dekkin til að þau virkuðu sem best. Maður þarf nokkra góða hringi til að setja tíma og síðasta tilraunin fór úrskeiðis þar sem ég var fastur á eftir Toro Rossobíl. Ég ákvað því bara að hætta tilrauninni.

Hraðinn var fyrir hendi en ég fékk aldrei tækifæri á hreinum hring. Því var þetta ekki góður dagur og á morgun mun ég gjalda fyrir það dýru verði. Ég mun reyna ná góðri ræsingu og vinna mig síðan út frá því þótt ekki verði það auðvelt. Hér getur maður setið fastur fyrir aftan aðra bíla allan kappaksturinn því virkilega erfitt er að taka hér fram úr. Þess vegna er árangurinn í tímatökunni svo svekkjandi,“ segir Räikkönen.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari í Mónakó.
Kimi Räikkönen hjá Ferrari í Mónakó. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert