Honda bætir vélina

Uppfærsla í vél McLarenbílanna ætti að koma sér vel fyrir …
Uppfærsla í vél McLarenbílanna ætti að koma sér vel fyrir Fernando Alonso. AFP

Honda freistar alls til að bæta vélina sína sem knýr McLarenbílana í formúlu-1. Um helgina verður ný forþjappa í bílum þeirra Fernando Alonso og Jenson Button.

Eigi hefur verið gefið upp að hve miklu  leyti nýja forþjappan bætir afl bílsins sem er tilgangurinn með uppfærslunni. Engu að síður kemur þetta sér vel fyrir Alonso og Button því brautin í Montreal verðlaunar góðar vélar, sakir hinna löngu beinu kafla sem í brautinni er að finna.

Þá herma fregnir, að aflrásin í Ferrariabílnum taki einnig breytingum fyrir Kanadakappaksturinn um helgina. Tilgangurinn með því er að styrkja Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen í keppninni um efstu sætin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert