Button víkur fyrir Vandoorne

Stoffel Vandoorne í bíl McLaren á æfingu í janúar sl. …
Stoffel Vandoorne í bíl McLaren á æfingu í janúar sl. í Paul Ricard brautinni við Le Castellet í Frakklandi. AFP

Jenson Button víkur sæti á næsta ári fyrir varaökumanninum Stoffel Vandoorne. Verður Button samt áfram hjá McLaren og gegnir nýrri stöðu þróunarstjóra.

McLarenliðið tilkynnti rétt eftir tímatökurnar í Monza að það hefði myndi hafa úr þremur keppnisökumönnum að spila næstu tvö árin. Button hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning en myndi þó ekki keppa 2017, það ár myndi Belginn Vandoorne keppa við hlið Alonso, en það verður síðasta ár hans komi ekki til endurnýjunar samnings hans.

Ron Dennis, æðsti maður McLarenliðsins, segist halda opinni hurðinni á þann möguleika, að Button snúi aftur til keppni 2018. Á blaðamannafundinum í dag lofaði hann frammistöðu Buttons hjá  liðinu, bæði innan vallar sem utan.

Kappaksturinn á morgun verður sá 298. á ferli Buttons og hafa ekki margir keppt oftar.

Ökumenn McLaren til næstu ára (f.v.) Alonso, Vandoorne og Button.
Ökumenn McLaren til næstu ára (f.v.) Alonso, Vandoorne og Button.
Stoffel Vandoorne hefur verið varaökumaður hjá McLaren undanfarin tvö ár.
Stoffel Vandoorne hefur verið varaökumaður hjá McLaren undanfarin tvö ár. AFP
Frá blaðamannafundi McLaren í Monza í dag. Alonso með míkrófóninn, …
Frá blaðamannafundi McLaren í Monza í dag. Alonso með míkrófóninn, honum á vinstri hönd eru Vandoorne og Button og Ron Dennis l.t.v.
Jenson Button á æfingu í Monza í gær.
Jenson Button á æfingu í Monza í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert