Sér keppni við Ferrari fyrir sér

Jenson Button í Monza.
Jenson Button í Monza. AFP

Jenson Button kveðst vona að McLaren-bílarnir geti eftir næstu uppfærslu bílsins verði í þeirri stöðu að geta keppt við lið eins og Ferrari á lokaspretti keppnistíðarinnar.

Eftir erfitt upphafsár samstarfs McLaren og Honda hefur japanski bílsmiðurinn tekið miklum framförum með vél sína í ár. Árangurinn er sá að McLaren hefur nú skorað næstum tvöfalt fleiri stig en á allri keppnistíðinni í fyrra eða 48. Endingartraust vélarinnar hefur stórbatnað  og aflið einni.

"Menn þurfa setja markið hátt í þessari íþrótt," segir Button við sjónvarpsstöðina Sky Sports. "Í fyrra vog erum við í erfiðri stöðu, skorti bæði endingu og hraða. Síðustu 12 mánuðina hefur okkur farið verulega fram og með tilliti til þeirrar uppfærslu sem er í vændum í vél og bíl í Malasíu ættum við að slást framar í hópnum, þar á meðal Ferrari. Getum við það yrði það frábærar lyktir á keppnistíðinni.

Sem stendur er McLaren í sjötta sæti í keppni bílsmiða, á eftir Force India og Williams en 231 stigi á eftir Ferrari

Jenson Button.
Jenson Button. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert