Prost sá besti

Alain Prost.
Alain Prost.

Bernie Ecclestone, alráður formúlu-1, hefur lýst því yfir að Frakkinn Alain Prost sé mesti ökumaður formúlu-1 allra tíma.

Ecclestone hefur komið að akstursíþróttum í sjö áratugi tæpa og vega orð hins 85 ára gamla alráðs því ætíð þungt.

Því er spurt hvort hann útnefni Fangio, Senna or Schumacher sem þá mestu?

"Það er erfitt að gera þetta upp við sig, en ef ég þyrfti að gera upp á milli manna myndi ég líklegast velja Prost," segir Ecclestone við spænska íþróttablaðið Marca.

"Prost var betri en Schumacher og Senna. Michael naut mikillar aðstoðar frá liðinu og einstaklingum innan þess. Hið sama átti að mörgu leyti við um Senna. Prost naut aldrei slíkra forréttina, hann þurfti alltaf að glíma við keppinauta innan liðs síns," segir Ecclestone.

Þrátt fyrir valið að Prost hinum franska sem besta ökumanni allra tíma á hann alltaf sinn eiginn uppáhalds ökumann, Jochen Rindt. "Við vorum afar nánir sem samstarfsmenn og vinir. Hann er tvímælalaust uppáhalds ökumaður minn þótt ekki væri hann sá besti frá upphafi. Það var Prost."


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert