Alonso sýndi mátt sinn

Vel var tekið á móti Fernando Alonso er hann kom …
Vel var tekið á móti Fernando Alonso er hann kom til heiðurshrings ökumanna fyrir kappaksturinn í Austin. AFP

Fernando Alonso sýndi mátt sinn og megin í bandaríska kappakstrinum er hann vann sig fram úr Felipe Massa hjá Williams og landa sínum Carlos Sainz hjá Toro Rosso á lokahringjunum í Austin.

Svo djarfur og grimmur var Alonso í sókn sinni að dómarar kappakstursins sögðust þurfa skoða framferði hans og hvort það hefði brotið í bága við keppnisreglur, en í fyrra tilvikinu snertust bílar þeirra Massa.

Niðurstaða dómaranna var að ekkert hafi verið við akstur Alonso að athuga og fimmta sætið því óumdeilanlega hans. Massa var hins vegar hinn óhressasti því hægt og rólega lak loft úr dekki hans eftir snertinguna.

Alonso hóf keppni í tólfta sæti og komst strax á fyrstu metrunum fram úr þremur bílum upp í það níunda.



Alonso, l.t.v., skaust fljótt fram úr þremur keppinautum á fyrstu …
Alonso, l.t.v., skaust fljótt fram úr þremur keppinautum á fyrstu metrum kappasktursins í Austin. AFP
Fernando Alonso naut sín í návígjum í Austin og kom …
Fernando Alonso naut sín í návígjum í Austin og kom alltaf sterkari út úr þeim en mótherjarnir. AFP
Fernando Alonso í kappakstrinum í Austin og á eftir kemur …
Fernando Alonso í kappakstrinum í Austin og á eftir kemur Ferraribíll. AFP
Fernando Alonso á ferð á McLarenbílnum í Austin.
Fernando Alonso á ferð á McLarenbílnum í Austin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert