Rosberg svarar Lauda

Nico Rosberg og Mercedesstjórinn Toto Wolff falalst í faðma eftir …
Nico Rosberg og Mercedesstjórinn Toto Wolff falalst í faðma eftir að Rosberg tilkynnti á blaðamannafundi að hann væri hættur keppni. AFP

Nico Rosberg svarar fullum hálsi gagnrýni Niki Lauda, stjórnarformann Mercedesliðsins, á þá óvæntri ákvörðun hans að hætta keppni í formúlu-1.

Lauda sagði að Rosberg hafi skilið Mercedesliðið eftir eins og „fífl“ sem standi ökumannslausir upp í desembermánuði.
 
„Ég skil ekki hvað Niki er að fara, hann  hlýtur að hafa misskilið þetta eitthvað,“ segir Rosberg við þýska blaðið Die Zeit.

„Hefði þetta bara ver iðmitt mál þá hefði ég beðið til jóla með að tilkynna brottförina, en það vildi ég ekki gera liðinu,“ bætir Rosberg við. Hann bætti því við að lítið svigrúm væri til sjálfselsku í formúlu-1. „En líf mitt er mitt,“ segir hann.

Nico Rosberg með gripinn sem hann varðveitir í eitt ár; …
Nico Rosberg með gripinn sem hann varðveitir í eitt ár; heimsmeistarabikarinn. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri í Melbourne 2014.
Nico Rosberg fagnar sigri í Melbourne 2014. AFP
Nico Rosberg situr ekki aftur fyrir eins og hér.
Nico Rosberg situr ekki aftur fyrir eins og hér. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert