Taka T-vænginn af

Fernando Alonso með T-vænginn áfastan á æfingunni í Sjanghæ í …
Fernando Alonso með T-vænginn áfastan á æfingunni í Sjanghæ í morgun. AFP

McLaren mun ekki brúka nýja afturvæng sinn, T-vænginn svonefnda, í Kínakappakstrinum á morgun. Þess er þó vænst að nota megi uppfærða útgáfu í Barein viku síðar.

Bæði Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne prófuðu vænginn á æfingunni í morgun en liðið var ekki nógu ánægt um virkan hans og var hann því tekinn af fyrirtímatökuna.

Liðsstjórinn Eric Boullier segir að liðið muni í staðinn einbeita sér að því að breyta vængnum og bæta fyrir kappaksturinn í Barein. Hann segir að aðrar uppfærslur í McLarenbílnum frá fyrsta móti hefðu skilað tilætluðum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert