Vettel líklega í forgang

Sæti Kimi Räikkönen hjá Ferrari virðist tekið að hitna.
Sæti Kimi Räikkönen hjá Ferrari virðist tekið að hitna. AFP

Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene, gefur til kynna að formúluliðið ákveði að setja Sebastian Vettel í forgang dali hann ekki í titilslagnum á sama tíma og frammistaða Kimi Räikkönen er undir væntingum.

Vettel er jafn Lewis Hamilton að stigum í titilslagnum eftir fyrstu tvö mót vertíðarinnar og virðist hafa fundið keppnisneistann á ný eftir mishepnnaða keppnistíð í fyrra, 2016.

Á sama tíma hefur Räikkönen valdið liðinu vonbrigðum. Hann hafði ekkert  í Vettel að gera í Melbourne og féll niður í fimmta sæti í Sjanghæ eftir mörg reiðiköst í talstöðinni.

Verður að sögn Arrivabene efnt til fundarhalda um stöðu Räikkönens og getu. Er það í samræmi við yfirlýsingar Ferraristjórans Sergio Marchionne eftir kappaksturinn í Sjanghæ þar sem hann sagði frammistöðu Räikkönen vera áhyggjuefni.

Arrivabene segir að enn sé of snemmt að ræða hugsanlegar liðsskipanir en segir að þær komi til greina. Fari það eftir stöðunni í keppni um titla formúlunnar. „Kannski þurfum við að setjast niður með Kimi og ræða málin því í dag virtist hann hafa annað á heilanum en keppniina. Þetta var ekki hans dagur. Var hann þreyttur? spurði Marchionne í Sjanghæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert