Formúluhljóð í fjóra áratugi

FW-2 bíllinn var annar í röðinni af keppnisbílum Williams í …
FW-2 bíllinn var annar í röðinni af keppnisbílum Williams í 40 ár. Ljósmynd/WilliamsF1

Williams-liðið minnist 40 ára þátttöku sinnar í keppni í formúlu-1 með margvíslegum hætti í ár.

Meðal annars hefur verið sett saman myndband um vélarhávaða hinna oftast mjög svo ágætu keppnisbílanna undanfarna fjóra áratugi.

Þar gefur að líta fyrsta bílinn, March 761, og allt til hins sigursæla FW14B sem Damon Hill ók er hann varð heimsmeistari ökumanna árið 1996.

Myndbandið, sem hér fer á eftir,  er stutt en fullt af glæsilegum tilþrifum og hljóðum liðinna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert