Hyggst ílengjast hjá Mercedes

Lewis Hamilton á ferð á æfingu í Monza í dag.
Lewis Hamilton á ferð á æfingu í Monza í dag. AFP

Lewis Hamilton segist áforma að framlengja dvöl sína hjá Mercedesliðinu en samningur hans rennur út í árslok 2018. Hann vill vera hjá liðinu mun lengur en það.

Hamilton gekk til liðs við Mercedes árið 2013 eftir að hafa keppt með McLaren frá 2007. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2014 og 2015 en varð undir í fyrra í mikilli rimmu við liðsfélaga sinn Nico Rosberg.

Hamilton hafði verið orðaður við Ferrari en eftir að Sebastian Vettel tók boði liðsins um þriggja ára framlengingu á sínum samning út 2020 þótti sá möguleiki fallin um sjálfan sig.

Hann segir ekkert liggja á að ganga frá nýjum samningi, það muni eiga sér stað nær vertíðarlokum eða síðar á árinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert