Stjórn KSÍ jafnar dagpeningagreiðslur til karla - og kvennalandsliðsins

Úr landsleik á Laugardalsvelli.
Úr landsleik á Laugardalsvelli. mbl.is/Golli

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að jafna dagpeningagreiðslur til karla- og kvennalandsliðsins. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Jafnframt ákvað stjórnin að kvennalandsliðið fái 10 millj. kr. afreksstyrk komist liðið í úrslitakeppni EM 2009 sem skiptist milli þeirra leikmanna sem taka þátt í riðlakeppninni.

Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í riðlakeppni verður gegn Grikklandi ytra 31. maí nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert