Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ

Geir kjörinn formaður í dag.
Geir kjörinn formaður í dag. mbl.is/Kristinn

Geir Þorsteinsson var rétt í þessu kjörinn formaður KSÍ í stað Eggerts Magnússonar með talsverðum yfirburðum. Geir fékk 86 atkvæði, Jafet Ólafsson 29 og Halla Gunnarsdóttir 3 atkvæði. Ársþing KSÍ stendur nú yfir á Hótel Loftleiðum og þar var Eggert Magnússon kjörinn heiðursforseti sambandsins en hann var kjörinn formaður KSÍ í árslok 1989.

Guðrún Inga Sívertsen, Halldór B. Jónsson, Vignir Þormóðsson og Stefán Geir Þórisson voru kjörin í stjórn KSÍ til tveggja ára en Guðjón Ólafur Jónsson náði ekki kosningu. Guðrún fékk 114 atkvæði af 118 mögulegum, Halldór fékk 113, Vignir 106, Stefán 84 og Guðjón Ólafur 55 atkvæði.

Tillaga stjórnar KSÍ um breytingar á lögum sambandsins var samþykkt en þar var innifalin fjölgun liða í efstu deild og 2. deild karla úr 10 í 12 frá og með árinu 2008 og fjölgun í efstu deild kvenna úr 8 í 10 á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert