Real Madrid spænskur meistari í knattspyrnu

José Antonio Reyes kemur inná fyrir David Beckham. Reyes sneri …
José Antonio Reyes kemur inná fyrir David Beckham. Reyes sneri leiknum heldur betur við fyrir Real Madrid og tryggði liðinu spænska meistaratitilinn. Reuters

Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í knattspyrnu með því að sigra Mallorca, 3:1, á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madríd. Það blés ekki byrlega fyrir Real sem var undir, 0:1, frá 17. mínútu þegar Fernando Varela skoraði fyrir Mallorca, en á sama tíma var Barcelona með örugga stöðu gegn Gimnastic og virtist eiga titilinn vísan. José Antonio Reyes kom inná sem varamaður hjá Real og jafnaði, 1:1, á 75. mínútu. Mallorca gerði sjálfsmark á 80. mínútu og Reyes skoraði aftur, 3:1, á 82. mínútu.

Carles Puyol, Leo Messi (2) og Ronaldinho komu Barcelona í 4:0 gegn Gimnastic á fyrstu 50 mínútunum. Leikurinn endaði 5:1 eftir að Gianluca Zambrotta skoraði á síðustu mínútunni. Eiður Smári Guðjohnsen lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Fernando Varela fagnar marki sínu gegn Real Madrid í kvöld.
Fernando Varela fagnar marki sínu gegn Real Madrid í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert