Grétar Rafn úr leik með takkaför á rasskinn

Grétar Rafn Steinsson liggur á vellinum eftir brot Gorkss.
Grétar Rafn Steinsson liggur á vellinum eftir brot Gorkss. Golli

Allt bendir til þess að Grétar Rafn Steinsson geti ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM í knattspyrnu á miðvikudagskvöldið.

Grétar Rafn varð að fara af velli eftir að Kaspars Gorkss braut illa á honum strax á 19. mínútu leiksins. Gorkss tæklaði Grétar þá illa útvið hornfána og Siglfirðingurinn er með takkaför á rasskinn eftir atlögu Lettans, sem fékk ekki einu sinni gula spjaldið fyrir aðfarirnar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru meiðsli Grétars þess eðlis að nær engar líkur eru taldar á að hann geti spilað á miðvikudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert