Ísland vann 4:1 og er öruggt áfram

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Íslands.
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Íslands. LjósmyndCarlos Brito

Búið er að flauta til leiksloka í leik Íslands og Írlands á Algarve-mótinu og lauk leiknum með 4:1 sigri Íslands sem tryggði sér þar með annað tveggja efstu sæta C-riðils og rétt til að leika um 7. eða 9. sætið á mótinu.

Erla Steina Arnardóttir reið á vaðið með marki á 7. mínútu eftir flotta sendingu frá Guðnýju Björk Óðinsdóttur.

Guðný Björk var aftur á ferðinni á 12. mínútu þegar hún sendi á Margréti Láru Viðarsdóttur sem skoraði, 2:0.

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem er í byrjunarliði í fyrsta sinn, gerði þriðja markið á 18. mínútu. Hún stal þá boltanum af varnarmanni Íra og skoraði.

Írar minnkuðu muninn á 23. mínútu úr aukaspyrnu frá vítateig.

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk langa sendingu frá íslensku vörninni, inn fyrir vörn Íra, og skoraði af öryggi. Þetta var á 40. mínútu og staðan 4:1 í hálfleik.

Írar komu grimmir til leiks eftir hlé og sóttu meira án þess þó að skapa sér hættuleg færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert