Ólafur velur eftir helgi

Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi hinn 16. þessa mánaðar og verður þetta fyrsti leikurinn sem A-landslið karla leikur undir þaki. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari mun kynna landsliðshóp sinn á miðvikudaginn í næstu viku.

„Lunginn af þeim sem voru með liðinu á Möltumótinu verður í hópnum á móti Færeyingum en ég ætla að fylgjast grannt með leikjunum hér heima í deildabikarnum áður en ég vel endanlegan hóp,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær.

Kollegi hans í Færeyjum, Jógvan Martin Olsen, tilkynnti í gær hverjir verða í færeyska landsliðshópnum. Þar eru m.a. Símun Samuelsen úr Keflavík, Fróði Benjaminsen, fyrrverandi leikmaður Fram, og Rógvi Jacobsen, fyrrverandi KR-ingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert