Dregið í Meistaradeildinni í dag

Ferguson og félagar unni Meistaradeildartitilinn í vor.
Ferguson og félagar unni Meistaradeildartitilinn í vor. Reuters

Í dag kemur í ljós hvaða félög mætast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en síðustu liðin tryggðu sig áfram í gærkvöldi.

Þau 32 félög sem í pottinum eru er skipt niður í fjóra potta áður en dregið er og fara fyrstu leikirnir fram þann 16. september. Fjögur félög eru svo dregið úr hverjum potti fyrir sig í alls átta riðla. Félög frá sama landi geta þó ekki dregist saman.

Pottarnir líta svona út: 

Númer 1
Manchester United, Chelsea, Liverpool, Barcelona, Arsenal, Lyon, Inter Milan, Real Madrid

Númer 2
Bayern Munchen, PSV Eindhoven, Villarreal, Roma, Porto, Werder Bremen, Sporting Lissabon, Juventus

Númer 3
Marseille, St. Zenit, Steaua Bucharest, Panathinaikos, Bordeaux, Celtic, Basel, Fenerbahce

Númer 4
Shakhtar Donetsk, Fiorentina, Atletico Madrid, Dynamo Kiev, CFR Cluj, Álaborg, Anorthosis Famagusta, Bate Borisov

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert