Með 1.3 milljarða í árslaun

Þokkalegar tekjur hjá Zlatan.
Þokkalegar tekjur hjá Zlatan. Reuters

Launahæsti knattspyrnumaðurinn á Ítalíu er Svíinn Zlatan Ibrahimovic sem fær greiddan rúmlega 1.3 milljarð í árslaun hjá Inter Milan. Það gera 108 milljónir hvern mánuð.

Sé farið enn lengra með þessa útreikninga fær hann 27 milljónir á viku eða tæplega 3.9 milljónir daglega.

Setur hann aðra knattspyrnumenn ítalska í skuggann. Helst er að Kaká sé í grennd við hann en sá brasilíski er með 1.1 milljarð í árslaun frá félagi sínu.

Eru þeir tveir í algjörum sérflokki samkvæmt úttekt ítalska blaðsins La Gazzetta dello Sport.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert