Lauflétt hjá Val sem fer í milliriðil

Margrét Lara.
Margrét Lara. mbl.is/hag

Valur átti ekki í erfiðleikum er liðið mætti Maccabi Holon í síðasta leiknum í riðlakeppni Evrópukeppni meistaraliða kvenna í dag. Átta leikmenn Vals sáu um að gera níu mörk og lokatölur 9:0

Katrín Jónsdóttir skoraði strax á 2. mínútu og síðan kom mark frá Dóru Maríu Lárusdóttur á 22. mínútu, þriðja markið frá Helgu Sjöfn Jóhannesdóttir á 26. mínútu og Margrét Lára Viðarsdóttir bætti fjórða marki Val við þremur mínútum síðar.

Valur lét ekki staðar numið því Ásta Árnadóttir gerði fimmta markið á 37. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Dagný Brynjarsdóttir sjötta markinu við.

7:0 Síðari hálfleikur var ekki orðinn gamall þegar sjöunda markið kom, en það gerði Margrét Lára á 49. mínútu.

8:0 Kristín Ýr Bjarnadóttir bæti við marki með sinni fyrstu snertingu, en hún var að koma inná fyrir Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur. Þá hafa sjö leikmenn Vals komist á blað.

9:0 Valur er í miklum ham þó svo heldur hafi nú róast yfir leiknum ef marka má hversu langt leið á milli 8. og 9. marksins. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði níunda markið á 82. mínútu og nú hafa átta leikmenn skorað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert