Holland vann Ísland, 2:0

Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Dirk Marcellis í Rotterdam …
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Dirk Marcellis í Rotterdam í kvöld. Reuters

Hollendingar báru í kvöld sigurorð á Íslandi, 2:0 í leik liðanna í undankeppni heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Rotterdam í Holland á De Kuip leikvanginum. Joris Mathisen kom Hollandi yfir með marki á 15. mínútu og Klaas Jan Huntelaar bætti svo öðru marki við á 65. mínútu. Rafael van der Vaart lagði upp bæði mörk Hollands sem hefur nú 6 stig að loknum 2 leikjum. Ísland hefur hins vegar leikið 3 leiki og hefur 1 stig í riðlinum.

Næsti leikur Íslands verður gegn Makedóníu á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.

Fylgst var með leik Hollands og Íslands í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ísland (4-5-1): Gunnleifur Gunnleifsson - Ragnar Sigurðsson, Indriði Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, Kristján Örn Sigurðsson - Brynjar Björn Gunnarsson, Stefán Gíslason, Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Emil Hallfreðsson - Veigar Páll Gunnarsson.
Varamenn: Árni Gautur Arason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Davíð Þór Viðarsson, Aron Einar Gunnarsson, Theódór Elmar Bjarnason, Arnór Smárason, Pálmi Rafn Pálmason.

Holland: Van der Sar - Dirk Marc Elis, Andre Ojer, Joris Mathijsen, Giovanni Van Bronchurst, Mark Van Bommel, Dirk Kuyt, Nigel De Jong, Klaas Jan Huntelaar, Rafael van der Vaart, Ryan Babel.
Varamenn: Wesley Snejder, Jan Kromkamp, Tim de Cler, Orlando Engelaar, Demy de Zeeuw, Henk Timmer, Ibrahim Afellay. 

Fyrirliðinn, Hermann Hreiðarsson, leikur sinn 80. landsleik í dag. Þrír af fjórum varnarmönnum Íslands sem byrja leikinn eru Sigurðssynir. Þetta gæti valdið erlendum sjónvarpsmönnum einhverjum vandræðum. Þeir sem ekki verða á skýrslu í dag eru þeir: Grétar Rafn Steinsson, Guðmundur Steinarsson, Heiðar Helguson og Helgi Valur Daníelsson.

Eiður Smári Guðjohnsen er í liði Íslands gegn Hollendingumþ
Eiður Smári Guðjohnsen er í liði Íslands gegn Hollendingumþ mbl.is/Ómar Óskarsson
Holland 2:0 Ísland kn. kk. opna loka
90. mín. Leik lokið Leiknum er lokið með 2:0-sigur Hollands á Íslandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert