Konurnar fyrstar og síðastar í sumar

Frá viðureign KR og Keflavíkur á síðustu leiktíð.
Frá viðureign KR og Keflavíkur á síðustu leiktíð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Keppni í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu hefst snemma og lýkur seint á komandi sumri, vegna þátttöku íslenska landsliðsins í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi í lok ágúst.

Fyrsta umferð deildarinnar verður leikin strax 7. maí, tveimur dögum áður en keppni í úrvalsdeild karla hefst og fimm umferðir verða leiknar í maímánuði.

Strax í júlíbyrjun verður 10 umferðum lokið af 18 en um miðjan júlí er gert hlé í tæpar tvær vikur vegna landsleikja gegn Englandi og Danmörku, og síðan verður fjögurra vikna hlé á deildinni frá 11. ágúst til 8. september vegna Evrópukeppninnar.

Þrjár síðustu umferðir deildarinnar eru síðan leiknar að EM lokinni og síðasta umferðin fer fram sunnudaginn 27. september, degi eftir að keppni í úrvalsdeild karla lýkur.

Það verða því konurnar sem hefja Íslandsmótið og ljúka því þetta árið. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert