Real kannast ekki við Ronaldo-samning

Ronaldo gæti farið til Real Madrid í sumar.
Ronaldo gæti farið til Real Madrid í sumar. Reuters

Nýr framkvæmdastjóri Real Madrid, Jorge Valdano, sagðist í dag ekkert vita um meintan leynisamning félagsins við Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, sem fyrrum forseti félagsins, Ramon Calderon, er sagður hafa gert.

Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra undanfarið ár, að Ronaldo sé á leiðinni til Real Madrid. Þrátt fyrir staðhæfingar leikmannsins um hið gagnstæða, hefur þessi orðrómur aldrei dáið drottni sínum og er meintur leynisamningur Calderon, fyrrum forseta félagsins, sagður uppspretta sögusagnanna.

Nú hefur framkvæmdastjóri félagsins neitað vitneskju um slíkan samning.

„Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvort Florentino Perez hefur handfjatlað einhvern samning sem sagt er að sé tilbúinn. Ég hef alltént ekki séð þann samning,“ sagði Jorge Valdano.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert