Sætur sigur Hauka gegn Skagamönnum

Úr leik Hauka og ÍA í kvöld á Ásvöllum.
Úr leik Hauka og ÍA í kvöld á Ásvöllum. Ómar Óskarsson

Sex leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og var fylgst með gangi mála í leik Hauka og ÍA á mbl.is þar sem Haukar unnu 3:2 eftir að hafa lent 1:2 undir í seinni hálfleik. Haukar eru í efsta sæti með 13 stig en ÍA er með 4 stig. Fylgst var með gangi mála á Ásvöllum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Selfoss fylgir í humátt á eftir Haukum og er einnig með 13 stig eftir 3:0 sigur á Víkingi Ólafsvík. HK vann Þór á Akureyri 3:2 og er með tíu stig í þriðja sæti en Víkingur R., sem vann 5:1 stórsigur á Leikni í Breiðholtinu, er þar á eftir með sjö stig. Afturelding og KA gerðu markalaust jafntefli í Mosfellsbæ og loks vann Fjarðabyggð sigur á ÍR fyrir austan í miklum markaleik, 4:3.

Byrjunarlið Hauka:

Amir Mehica - Gunnar Ásgeirsson , Þórhalldur Dan Jóhannsson, Goran Lukic, Jónas Bjarnason - Hilmar Geir Eiðsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Trausti Arnarson,  Ásgeir Þór Ingólfsson, Andri Janusson - Úlfar Hrafn Pálsson.

Byrjunarlið ÍA:

Trausti Sigurbjörnsson - Guðmundur B. Guðjónsson, Árni Thor Guðmundsson, Heimir Einarsson, Guðjón Sveinsson - Sölvi Gylfason, Helgi Pétur Magnússon, Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Gunnlaugsson, Ólafur Valdimarsson - Andri Júlíusson.

18.30 Fjarðabyggð - ÍR 4:3 - leik lokið

Guðmundur Andri Bjarnason skoraði fyrir Fjarðabyggð á 18. mínútu en Árni Freyr Guðnason jafnaði fyrir ÍR á 19. mínútu. Haukur Ólafsson kom ÍR svo yfir á 45. mínútu en Grétar Örn Ómarsson jafnaði metin á 52. mínútu. Guðmundur Andri kom svo Fjarðabyggð í 3:2 með sínu öðru marki á 61. mínútu en Árni Freyr jafnaði með sínu öðru marki á 70. mínútu. Það var síðan Ágúst Örn Arnarson sem varð hetja heimamanna þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. 

19.15 Þór Ak. - HK 2:3 - leik lokið

Einar Sigþórsson kom Þór yfir, 1:0, á 18. minútu. Hafsteinn Briem jafnaði fyrir HK á 36. mínútu og Finnur Ólafsson kom HK yfir á 37. mínútu, 1:2. Stefán Eggertsson skoraði fyrir HK á 42. mínútu, 1:3. Hreinn Hringsson minnkaði muninn fyrir Þór í 2:3 með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu.

20.00 Selfoss - Víkingur Ó: 3:0 - leik lokið

Agnar Bragi Magnússon og Sævar Þór Gíslason komu heimamönnum í 2:0 í fyrri hálfleik. Sævar Þór bætti við sínu öðru marki í seinni hálfleik og kom Selfyssingum í 3:0.

20.00 Afturelding - KA: 0:0 - leik lokið

Baldur Þórólfsson leikmaður Aftureldingar fékk að líta rauða spjaldið þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

20.00 Leiknir R - Víkingur R.: 1:5 - leik lokið

Ólafur Hrannar Kristjánsson kom Leikni yfir á 30. mínútu en Jökull I. Elísabetarson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 45. mínútu. Spyrnan var dæmd á Brynjar Hlöðversson, leikmann Leiknis, sem fékk að líta rauða spjaldið. Egill Atlason kom Víkingi yfir á 46. mínútu og Jakob Spangsberg skoraði tvö mörk, það fyrra á 50. og það síðara á 83. mínútu. Daníel Hjaltason rak svo síðasta naglann í líkkistu Leiknis með marki á 89. mínútu.

Tryggvi Hafsteinsson úr liði Víkings frá Ólafsvík og HK maðurinn …
Tryggvi Hafsteinsson úr liði Víkings frá Ólafsvík og HK maðurinn Aaron Palomares. Ómar Óskarsson
Haukar* 3:2 ÍA opna loka
90. mín. ÍA fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert