Atli Viðar: Stórt skref á ferli mínum

Atli Viðar Björnsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Atli Viðar Björnsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

,,Það er virkilega gaman að vera með í hópnum og stórt skref á ferli mínum að vera valinn í landsliðið. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki prófað áður fyrr en fyrir hálfum mánuði," sagði FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, í samtali við mbl.is á æfingu landsliðsins í dag.

Atli Viðar lék sinn fyrsta landsleik í síðasta mánuði þegar hann lék síðustu mínúturnar í 1:1 jafnteflinu við Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalvellinum.

,,Ég veit ekkert hvort ég fái tækifæri í leiknum á móti Noregi. Maður verður bara að standa sig vel á æfingunum fram að leik og sjá svo til en það er alveg víst að ég fæ tækifæri, hvort sem það verður á móti Noregi eða í leiknum við Georgíu í næsta mánuði þá er ég tilbúinn,“ sagði Atli Viðar, sem heldur uppi heiðri leikmanna í Pepsi-deildinni en hann er sá eini í landsliðshópnum sem leikur í henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert