Rijkaard hættur hjá Galatasaray

Frank Rijkaard
Frank Rijkaard Reuters

Hollendingurinn Frank Rijkaard er hættur störfum sem þjálfari tyrkneska liðsins Galatasaray. Rijkaard hefur verið orðaður við knattspyrnustjóra stöðuna hjá enska félaginu Liverpool og starfslok hans í Tyrklandi ýta undir þann orðróm.

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool hefur farið afleitlega af stað í starfi sínu og er ekki ólíklegt að nýir eigendur Liverpool hafi áhuga á að gera breytingar sem geti bætt stöðu liðsins. Liverpool er sem stendur í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Rijkaard, sem er 48 ára gamall, var á sínum tíma í fremstu röð sem leikmaður AC Milan á Ítalíu og hollenska landsliðsins. Hann þjálfaði Sparta Rotterdam í Hollandi 2001-2002, hann fór þaðan til Barcelona og var þar í fimm ár. Hann tók við Galatasaray í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert