Íslendingar eiga enn möguleika

Christian Eriksen, Daniel Wass og Andreas Bjelland fagna marki í …
Christian Eriksen, Daniel Wass og Andreas Bjelland fagna marki í kvöld. Reuters

Danmörk hafði betur gegn Hvíta-Rússlandi í riðli okkar Íslendinga á EM 21 árs landsliða í Danmörku í kvöld. Danir sigruðu 2:1 og Íslendingar eiga því enn möguleika á því að komast áfram í undanúrslit.

Nicolai Jørgensen og Christian Eriksen skoruðu mörk Dana í leiknum en Dmitri Baga skoraði fyrir Hvít-Rússa og gerði raunar fyrsta mark leiksins. 

Sviss er komið í undanúrslit keppninnar með sex stig en Danir og Hvít-Rússar eru með þrjú stig en Ísland ekkert. Íslendingar þurfa því augljóslega að vinna Dani í síðasta leik sínum á laugardaginn og Sviss þarf þá jafnframt að vinna Hvíta-Rússland. Verði úrslitin á þennan veg þá mun markatala gilda á milli Íslands, Danmerkur og Hvíta-Rússlands enda jafnt í innbyrðisviðureignum liðanna. Ísland þarf því að vinna Dani með fjögurra marka mun að því gefnu að Hvíta-Rússland tapi fyrir Sviss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert