Hjörtur er á leiðinni til PSV Eindhoven

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hjörtur Hermannsson, miðjumaður úr Fylki og fyrirliði drengjalandsliðsins í knattspyrnu, er á leið til hollenska stórliðsins PSV Eindhoven. Hollendingarnir hafa samið við Fylki um kaup á Hirti sem skrifar á allra næstu dögum undir samning við félagið til hálfs fjórða árs, eða til vorsins 2015.

„Þetta er mjög spennandi félag, þarna er allt til alls og allir möguleikar fyrir hendi til að bæta sig í fótboltanum. Eins er allt umhverfið mjög vinalegt og ég er viss um að þetta er rétti staðurinn fyrir mig til að byrja,“ sagði Hjörtur við Morgunblaðið.

Hjörtur, sem verður 17 ára í næstu viku, hefur um skeið verið undir smásjánni hjá Hollendingunum en hann hefur vakið talsverða athygli með bæði U17 og U19 ára landsliðum Íslands undanfarin misseri. Hann er fyrirliði U17 ára liðsins sem varð Norðurlandameistari síðasta sumar og er komið í milliriðil Evrópukeppninnar, og var líka fastamaður í U19 ára landsliðinu á síðasta ári og fyrirliði í yngra liði þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert