Adriano hlaut eins leiks bann

Luiz Adriano.
Luiz Adriano. AFP

Luiz Adriano, framheri úkraínska knattspyrnuliðsins Shakhtar Donetsk, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann í Meistaradeildinni fyrir markið óheiðarlega sem átti þátt í sigri gegn danska liðinu Nordsjælland í síðustu viku.

Adriano, sem skoraði þrennu gegn Nordsjælland, missir af lokaleiknum í riðlinum sem er gegn Juventus. Auk þess að vera dæmdur í eins leiks bann þarf Adriano að inna af hendi samfélagsþjónustu fyrir fótboltann í einn dag.

UEFA mat það svo að Adriano hefði gerst brotlegur á siðareglum sambandsins þegar hann elti uppi sendingu liðsfélaga síns Willians og skoraði en boltinn átti að fara til markvarðar danska liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert