KA samdi við annan Dana

Bjarni Jóhannsson þjálfar lið KA.
Bjarni Jóhannsson þjálfar lið KA. mbl.is/Eggert

KA hefur bætt við sig dönskum leikmanni fyrir keppnina í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar en sóknarmaðurinn Carsten Pedersen hefur samið við Akureyrarfélagið. Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, staðfesti þetta við fótbolta.net í dag.

Pedersen er 23 ára gamall og kemur frá C-deildarliðinu Rishöj en hefur einnig leikið á þeim slóðum með liðum Avedöre og Stenlöse. Hann á að leysa af hólmi ungverska framherjann Dávid Disztl sem fór til félags í heimalandi sínu í vetur.

Þar með hefur KA fengið til sín tvo danska leikmenn í vetur en áður samdi félagið við Mads Rosenberg sem kemur frá Hjörring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert