Kristinn tryggði Halmstad sigur

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad …
Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í dag og Kristinn skoraði sigurmarkið. hbk.se

Kristinn Steindórsson reimaði á sig skotskóna í dag og tryggði Halmstad fyrsta sigurinn í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar liðið mætti Helsingborg á heimavelli, 2:1.

Kristinn skoraði sigurmarkið á 49. mínútu eftir að jafnt var í hálfleik 1:1. Hann lék allan leikinn. Guðjón Baldvinsson, samherji Kristins, fór af leikvelli í uppbótartíma. Arnór Smárson var í byrjunarliði Helsingborg en var skipt af leikvelli á 70. mínútu. Hann fékk gult spjald á 58. mínútu.

Helsingborg og Halmstad eru 12. og 13. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fimm leiki. 

Þá skildu lið Kalmar og IFK Gautaborgar jöfn, 1:1, á heimavelli Kalmar. Hjálmar Jónsson sat á meðal varamanna Gautaborgarliðsins allan leikinn.  Gautaborg er í þriðja sæti með átta stig en Kalmar er í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert