Zanetti: Stjarnan í betra formi en við

Javier Zanetti var vinsælt myndefni á Laugardalsvellinum í gærkvöld.
Javier Zanetti var vinsælt myndefni á Laugardalsvellinum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur er mjög umhugað um þessa keppni og við viljum fara alla leið,“ segir Javier Zanetti varaforseti Inter við ítalska fjölmiðla í dag en Inter etur kappi við Stjörnuna í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld.

Zanetti er mikil goðsögn hjá Inter en þessi fyrrum landsliðsmaður Argentínu lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa spilað í 19 ár með liðinu.

„Við vanmetum enga því öll liðin í Evrópu eru hættuleg,“ segir Zanetti sem skoraði eitt mark í 3:0 sigri gegn Lazio í úrslitaleik keppninnar árið 1998 og hann var í liðinu árið 2010 þegar Inter vann sigur í Meistaradeildinni árið 2010 þegar Inter hafði betur á móti Bayern München í úrslitaleik í Madrid.

„Mótherjar okkar hafa þegar farið í gegnum þrjár umferðir í keppninni svo þeir eru vitaskuld í betra formi heldur en við,“ segir Zanetti, sem er 41 árs gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert