Malmö áfram í fyrsta sinn

Age Hareide er þjálfari Malmö.
Age Hareide er þjálfari Malmö. AFP

Sænska liðið Malmö verður fulltrúi Norðurlandanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. Malmö sigraði Salzburg frá Austurríki í gærkvöld, 3:0 í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni og vann viðureignina samanlagt 4:2.

Malmö komst þar með í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn og verður eitt af liðunum 32 sem verða í pottinum þegar dregið verður í dag.

Rúrik Gíslasyni og félögum í FCK frá Danmörku mistókst að komast í riðlakeppnina. FCK tapaði 4:0 fyrir Bayer Leverkusen í Þýskalandi í gærkvöld og einvíginu samanlagt 7:2. Rúrik kom inn á sem varamaður hjá FCK á 58. mínútu.

Meðal annarra liða sem komust áfram í gærkvöld má nefna enska liðið Arsenal, sem skreið áfram eftir 1:0-sigur á Besiktas frá Tyrklandi, en fyrri leik liðanna lauk 0:0. Sílebúinn Alexis Sánchez skoraði mark Arsenal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert