Arnór Ingvi skoraði eitt og lagði upp tvö

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. Ljósmynd/ifknorrkoping.se

Arnór Ingvi Traustason fór mikinn með liði Norrköping þegar liðið sigraði Brommapojkarna, 3:1, í botnslag sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Arnór Ingvi, sem leikur með U21 ára landsliðinu, skoraði þriðja mark Norrköping í leiknum en hann lagði upp tvö fyrstu mörk sinna manna. Arnór fékk heiðurskiptingu á 77. mínútu en Keflvíkingurinn knái skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu í deildinni. Norrköping fór upp um tvö sæti og er í 13. sæti deildarinnar af 16 liðum. Brommapojkarna situr á botninum og er 14 stigum frá örugg sæti. Kristinn Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik með Helsingborg sem lagði AIK, 3:1. Guðlaugur lék allan tímann og lagði upp eitt af mörkum sinna manna. Arnór Smárason kom inná sem varamaður í liði Helsingborg á 75. mínútur en liðið er 9. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert