Zola kominn heim til Ítalíu

Gianfranco Zola er tekinn við Cagliari í heimalandinu.
Gianfranco Zola er tekinn við Cagliari í heimalandinu. Ljósmynd/Watford

Hinn ítalski Gianfranco Zola er snúinn aftur til heimalandsins, en hann var í kvöld ráðinn knattspyrnustjóri ítalska A-liðsins Cagliari.

Hinn 48 ára Zola tekur við liðinu af Zdenek Zeman sem var látinn fara í byrjun vikunnar, en félagið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Zola lék við góðan orðstýr í sjö ár hjá Chelsea, endaði einmitt feril sinn sem leikmaður hjá Cagliari. Þjálfaraferillinn hófst hjá West Ham þar sem hann var í tæp tvö ár, en var rekinn árið 2010. Síðast stýrði hann liði Watford en var rekinn í desember á síðasta ári.

Zola stjórnar sinni fyrstu æfingu næstkomandi sunnudag eftir jólafrí en hans bíður erfitt verkefni þar sem liðið hefur einungis unnið tvo af síðustu sextán leikjum sínum í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert