Khedira yfirgefur Real Madrid í sumar

Sami Khedira í leik með Real Madrid.
Sami Khedira í leik með Real Madrid. AFP

Sami Khedira, miðjumaður Real Madrid á Spáni, yfirgefur félagið í sumar, en þetta staðfesti hann á samskiptavefnum Instagram í dag.

Þýski landsliðsmaðurinn hefur lítið sem ekkert spilað eftir að ljóst varð að hann myndi ekki framlengja samning sinn við spænska stórliðið.

Hann birti mynd af sér á samskiptavef Instagram í dag, en þar situr hann niðurlútur í búningsklefa Real Madrid og skrifaði eftirfarandi skilaboð undir myndina:

„Valdedebas í síðasta sinn. Ég er á leið frá félaginu, en ég mun svo sannarlega sakna þjálfaraliðsins, liðsfélaga minna og félagsins. Takk fyrir allt strákar, þetta var rosalegt ævintýri,“ skrifaði Khedira undir myndina.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/3BgFpaC0GS/" target="_top">Valdedebas for the last time. I am moving on but I will surely miss my club Real, all of its staff and my unbelievable teammates! Guys, it was one heck of a ride!!! #thankyou #halamadrid</a>

A photo posted by Sami Khedira (@sami_khedira6) on May 23, 2015 at 4:53am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert