Everton vill fá Alfreð ef Moyes leyfir

Alfreð Finnbogason í búningi Real Sociedad.
Alfreð Finnbogason í búningi Real Sociedad. AFP

Samkvæmt ýmsum fréttamiðlum, þar á meðal Everton-blaðinu Nil Satis Nisi Optimum, er liðið mjög áhugasamt um að fá íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason í sínar raðir á láni fyrir næstu leiktíð.

Þó aðeins ef fyrrum knattspyrnustjóri Everton, David Moyes og núverandi stjóri Alfreð hjá Real Sociedad leyfir, eins og segir í fréttinni.

Moyes segir að Alfreð sé framherji sem þarf að skora mörk en hann skoraði aðeins tvö mörk á sína fyrsta tímabilinu hjá Baskaliðinu eftir frábæran dvöl hjá hollenska liðinu Heerenveen þar sem hann skoraði 53 mörk í 65 leikjum á tveggja ára tímabili sínu þar.

Sociedad keypti Alfreð á 7 milljónir punda fyrir síðasta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert